Beint í efni
En

Nýsköpun og vöruþróun

Íslenskir neytendur hafa meira úrval hollra og góðra mjólkurvara en þekkist víða í löndunum í kringum okkur. Það grundvallast á því að um 550 fjölskyldur um land allt reka kúabú í góðri sátt við náttúru og samfélag og vinna úrval afurða úr íslenskri hollustumjólk í fyrirtæki sem þær eiga og stjórna saman.

Ísey skyr í skvísum er gott dæmi um velheppnaða vörunýjung. Skyrið er laktósalaust, próteinríkt og inniheldur aðeins 4% viðbættan sykur. Það er merkt skráargatinu sem er norræn merking fyrir þær vörur sem teljast hollastar í sínum fæðuflokki og er ætlað til að hjálpa neytendum að velja sér hollari matvöru.

Það hefur jafnan verið styrkur Mjólkursamsölunnar að hún hefur verið í takt við tíðarandann og verið fljót að skynja þarfir markaðarins fyrir nýjungar. Þannig hafa Mjólkursamsalan ehf. og forverar hennar náð að skapa mjólkurvörum markaðsstöðu sem þekkist vart í öðrum löndum Evrópu.

Það er ekki tilviljun að meðalmjólkurvöruneysla á Íslandi er 60% meiri en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum. Það er árangur áratuga vöruþróunarstarfs sem haldist hefur í hendur við mikinn metnað í framleiðslu og öflugt sölu- og markaðsstarf.

Hug­mynd­ir að nýj­um vör­um koma víða að. Við eig­um sam­tal við neyt­end­ur og versl­un­ina, einnig höld­um við hug­ar­flugs­fundi með okk­ar starfs­fólki, höf­um haft hug­mynda­sam­keppni og fleira. Einnig leit­um við fanga á vöru­sýn­ing­um er­lend­is, skoðum vöru­úr­val í öðrum lönd­um, fáum hug­mynd­ir frá okk­ar birgj­um og svona mætti áfram telja.

Þegar kem­ur að því að ákv­arða hvaða hug­mynd­ir kom­ast alla leið í fram­leiðslu er farið í bragðkann­an­ir með áhuga­verðar bragðteg­und­ir og í fram­hald­inu er oft farið í neyt­endakann­an­ir, þar sem við fáum neyt­end­ur til að hjálpa okk­ur við valið. Þær vör­ur sem koma best út úr því enda því yf­ir­leitt á markaði.

Vöruþróunarstefna MS er margþætt. Hún lýtur að hollustu þeirra matvæla sem MS framleiðir og kröfum markaðarins þar um. Einnig er lögð áhersla á hagræðingu og nýtingu hráefna og umbúða, auk tillits til umhverfismála.

Eftirfarandi markmið skilgreina stefnuna:

  1. Hafa hliðsjón af ráðleggingum um mataræði
  2. Bregðast hratt við breyttum kröfum og neysluvenjum
  3. Sérstök áhersla á að draga úr notkun sykurs í mjólkurvörum
  4. Samstarf við sprotafyrirtæki, rannsóknastofnanir og háskóla
  5. Hagræðingar- og nýtingarverkefni
    - Bætt nýting hráefna og umbúðasparnaður
    - Umhverfissjónarmið