Prev Next

Gómsætar jólagjafir

Vörunýjungar

Nýtt frá MS - Vanillublanda í sjeikinn

Nú hefur ný vara frá MS litið dagsins ljós en um er að ræða gómsæta Vanillublöndu sem er hentar frábærlega til að búa til ljúffengan sjeik eða boost þegar maður vill leyfa sér eitthvað sætt og gott. Vanillublandan er bragðbætt nýmjólk með sætum vanillukeim og er tilvalin þegar mann langar að útbúa sinn eiginn sjeik.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Heilsugreinar

Næringarefni í mjólk

Vissir þú að það eru fleiri vítamín og steinefni í mjólk en flestum öðrum fæðugjöfum? Mjólkin er sneisafull af bætiefnum sem hjálpa til við að gera þig sterkari og hjálpa þér að vaxa, læra, leika og...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar

Gott í matinn uppskriftir

Á uppskriftavef Gott í matinn finnur þú fjölbreytt úrval af einföldum og fljótlegum réttum.

Fréttir

17.11 | Jólajógúrt og fleiri jólavörur komnar á markaðinn

Jólavörur MS eru nú komnar aftur á markað. Í hugum margra neytenda eru þessar vörur hluti af jólaundirbúningnum og margir sem bíða spenntir eftir jólajógúrtinni. Jólajógúrtin tilheyrir eftirréttalínu MS sem þýðir að hún hentar vel sem bragðgóður eftirréttur eftir matinn eða jafnvel spari morgunverður um helgar.

14.11 | Málræktarþing Íslenskrar málnefndar

Íslensk málnefnd og MS boða til málræktarþings í Þjóðminjasafninu miðvikudaginn 15. nóvember kl. 15.30 undir yfirskriftinni Ritun í skólakerfinu, þar sem velt verður upp spurningum um stöðu málsins í ræðu og riti með áherslu á ritfærni nemenda á ýmsum stigum skólakerfisins. Meðal ræðumanna er Eliza Reid forsetafrú. Verið öll velkomin

13.11 | Handknattleiksdeild UMF Selfoss og MS undirrita samstarfssamning

Handknattleiksdeild UMF Selfoss og MS hafa undirritað samstarfssamning með það að markmiði að efla íþrótta- og forvarnarstarf félagsins en með þessum nýja samningi verður fyrirtækið einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar keppnistímabilið 2017-2018. MS hefur alla tíð stutt vel við íþróttastarf á Selfossi en fyrirtækið er einn stærsti atvinnustaður bæjarfélagsins og tengsl þess við íþrótta- og æskulýðsstarf bæjarins eru því sterk.

Fleiri fréttir

Gómsætar jólagjafir

Ostar eru frábærir í tækifæris- og jólagjafir og sívinsælir á veisluborðið. Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum ostum og öðru góðgæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna. MS býður upp á fjölbreytt úrval ostakarfa þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og koma körfurnar í ýmsum stærðum og gerðum.

Lesa nánar