Prev Next

Góðgerðarfernan

Vörunýjungar

Tvær nýjungar í Ísey skyr vöruflokknum

Mjólkursamsalan hefur nú sett á markað tvær nýjar bragðtegundir af Ísey skyri en þær voru valdar af gestum sem voru viðstaddir kynningu á nýju vörumerki í Heiðmörk í sumar. Gestum gafst kostur á að velja á milli þriggja bragðtegunda og er skemmst frá því að segja að tvær slógu algjörlega í mark svo ákveðið var að setja þær báðar á markað. Um er að ræða Ísey skyr með rabarbara og vanillu og Ísey skyr með kókos.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Heilsugreinar

Næringarefni í mjólk

Vissir þú að það eru fleiri vítamín og steinefni í mjólk en flestum öðrum fæðugjöfum? Mjólkin er sneisafull af bætiefnum sem hjálpa til við að gera þig sterkari og hjálpa þér að vaxa, læra, leika og...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar

Gott í matinn uppskriftir

Á uppskriftavef Gott í matinn finnur þú fjölbreytt úrval af einföldum og fljótlegum réttum.

Fréttir

20.10 | Gómsætar jólagjafir - ostakörfur og gjafir sem gleðja

Ostar eru frábærir í tækifæris- og jólagjafir og sívinsælir á veisluborðið. Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna. MS býður upp á fjölbreytt ostakörfuúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en körfurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum.

20.10 | Alþjóðlegur beinverndardagur 20. október 2017

Beinvernd fagnar um þessar mundir tuttugu ára afmæli félagsins og er 20. október hápunktur afmælisársins, sem einkennst hefur af öflugri starfsemi. Málefni félagsins er nú sem fyrr mikilvægt því beinþynning er algengur sjúkdómur sem leiðir til aukinnar hættu á beinbrotum. Beinvernd stendur fyrir ráðstefnunni „Betra er heilt en vel gróið“, föstudaginn 20. október, í tilefni alþjóðlega beinverndardagsins.

13.10 | Mjólkursamsalan tilnefnd til Fjöreggs Matvæla- og næringarfræðifélagsins

Mjólkursamsalan hlaut tilnefningu til Fjöreggs Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands en á matvæladegi félagsins er Fjöregg MNÍ veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- eða næringarsviði með stuðningi Samtaka iðnaðarins. Mjólkursamsalan var tilnefnd fyrir nýjar endurvinnanlegar drykkjarumbúðir sem framleiddar eru úr endurnýjanlegu hráefni úr plönturíkinu en umbúðirnar eru þær umhverfisvænstu sem völ er á fyrir drykkjarmjólk.

Fleiri fréttir

Þitt er valið

Öll viljum við borða hollan og góðan mat. MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt. Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS. MS hefur unnið markvisst að því síðustu ár að minnka hlutfall viðbætts sykurs í afurðum sínum.

Lesa nánar