Beint í efni
En

Ostakarfa er gjöf sem gleður

Veldu á milli átta ljúffengra og spennandi ostagjafa og bættu við annarri matvöru, víni eða gjafavöru. Frábær gjöf til viðskiptavina, starfsmanna, fjölskyldu og vina.

Sjá nánar

Jólavörurnar frá MS stytta biðina fram að jólum

Í aðdraganda jólahátíðarinnar er gaman að gera sér dagamun og leyfa sér smá eftirrétt endrum og eins. Jólavörurnar frá MS henta einstaklega vel sem sparimorgunverður, gómsætur millibiti eða ljúffengur eftirréttur og bjóðum við upp á spennandi úrval á borð við hátíðlega jógúrt, dýrindis osta, og bragðgóðar ostakökur.

Sjá nánar

Jólin, jólin, jólin koma brátt

Aðventan er tími samverustunda og notalegheita og þá er tilvalið að skella í jólaísinn, baka smákökur, prófa nýja ostarétti, huga að meðlæti fyrir hátíðarnar eða bara prófa eitthvað nýtt.

Sjá nánar

Vinsælar vörur

Þitt er valið

Öll viljum við borða hollan og góðan mat. MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt. Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS og höfum við unnið markvisst að því síðustu ár að minnka hlutfall viðbætts sykurs í afurðum okkar. Rúmlega 92% af allri mjólk sem kemur til MS fer í hreinar afurðir eða vörur án viðbætts sykurs.

Við erum MS

Mjólkursamsalan er fjölbreyttur vinnustaður og óhætt að segja að ein helsta auðlind MS sé mannauðurinn. Hjá okkur starfa um 450 starfsmenn um land allt sem mynda marga ólíka en samheldna hópa sem eiga það sameiginlegt að búa yfir mikilli reynslu, færni og þekkingu í sínum störfum.
Meginmarkmið okkar er ánægt starfsfólk sem hefur skýra ábyrgð og góða sérþekkingu á sínu sviði sem saman vinnur sem ein liðsheild að markmiðum fyrirtækisins.

Í góðri sátt við náttúru og samfélag 

Mjólkursamsalan einsetur sér í allri starfsemi sinni, allt frá söfnun mjólkur frá framleiðendum til framleiðslu og dreifingar fullunninnar vöru til viðskiptavina, að starfa í sátt við umhverfi sitt og náttúru landsins hverju sinni. Við leitumst við að endurspegla umhverfisvæn sjónarmið í öllum skrefum virðiskeðjunnar og leggjum ríka áherslu á bestu umgengni okkar til verndar umhverfinu og náttúru landsins.

Til að ná sem bestum árangri í umgengni við umhverfi og lífríki, leggur MS megináherslu á eftirtalda þætti sem tengjast umhverfisvernd með beinum hætti: loftlagsmál, vatnsverndar- og frárennslismál og umbúða-, aðfanga- og úrgangsmál.