Settu þig í hleðslu - með Hleðslu!
Hleðsla er íslenskur próteindrykkur sem inniheldur hágæða prótein úr íslenskri mjólk. Hleðsla hentar eftir hvers kyns hreyfingu, sem millimál í amstri dagsins og er góður kostur fyrir fólk sem vill auka próteininntöku sína með einföldum hætti. Hleðsla er fyrir okkur öll.

Má bjóða þér tíu dropa, eða eina fernu?
Hleðsla próteinkaffi er próteinríkur kaffidrykkur úr íslenskri mjólk og kaldbrugguðu kaffi (e. cold brew coffee). Kaffið er malað úr 100% Arabica baunum frá Eþíópíu og inniheldur ein ferna 22 g prótein og 100 mg koffín. Saman mynda kaffið og próteinrík íslensk mjólkin silkimjúka og bragðmilda kaffiblöndu sem kemur skemmtilega á óvart.

Hleðsla með karamellubragði
Hleðsla með karamellubragði kom á markað í ársbyrjun 2023 og er einstaklega gaman að segja frá því að íslenskt íþróttafólk tók þátt í valinu á nýju bragðtegundinni. Hleðslan er bragðgóð og rík af næringarefnum. Hún er jafnframt laktósalaus og inniheldur ein ferna 22 g af hágæða próteinum úr íslenskri mjólk.


Ísköld eða flóuð út í kaffi

Hleðsla í 1l fernu
Hleðsla í 1l fernu hentar sérstaklega vel heima við hvort sem þú kýst Hleðsluna eina sér, út í kaffi, boost og hafragraut, með uppáhalds morgunkorninu þínu eða hverju því sem fólki dettur í hug.
