Samfélagsleg ábyrgð
Mjólkursamsölunni er umhugað um samfélagið sitt og erum við sífellt að leita leiða til að gera meira og betur í þeim efnum, bæði innan fyrirtækisins sem utan. Mál sem standa okkur næst snúa m.a. að hollustu mjólkurvara, umhverfisvernd, lýðheilsu og málrækt.

Umhverfismál
Íslenska er okkar mál

Mjólkin gefur styrk
Mjólkursamsalan leggur mikið upp úr því að styðja við góðgerðarmál af ýmsu tagi allt árið um kring enda samfélagsleg ábyrgð stór þáttur í stefnu fyrirtækisins. Á hverju ári styður fyrirtækið við málefni tengd íþróttastarfi, heilbrigðismálum, mennta- og menningarmálum og öðrum góðgerðarmálum og er það okkar von að styrkirnir nýtist sem best í hverju tilfelli fyrir sig.

Teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins
Alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim í lok september ár hvert en líkt og áður er það stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi. Hér á landi markar dagurinn upphaf hinnar árlegu teiknisamkeppni 4. bekkinga og er óhætt að segja að hennar sé beðið með mikilli eftirvæntingu ár hvert.