Teiknisamkeppni

Alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim í lok september ár hvert en líkt og áður er það stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi. Hér á landi markar dagurinn upphaf hinnar árlegu teiknisamkeppni 4. bekkinga og er óhætt að segja að hennar sé beðið með mikilli eftirvæntingu ár hvert. Samkeppnin hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda og kennara um árabil og hafa mennta- og barnamálaráðherrar tekið þátt í vali á verðlaunamyndum til margra ára og talað um mikilvægi keppna á borð við þessa fyrir skólasamfélagið.
Teiknisamkeppnin 2024
Líkt og áður er myndefnið frjálst en má þó gjarnan tengjast íslensku sveitinni, hollustu og heilbrigði en umfram allt viljum við að börnin gefi ímyndunaraflinu og sköpunargáfunni lausan tauminn svo þau fái tækifæri til að sýna það sem í þeim býr. Skilafrestur er til 17. janúar 2025 og í mars verða veitt verðlaun fyrir 10 bestu myndirnar að mati dómnefndar. Hver mynd er verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá MS sem rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi.
Myndum skal skilað á A3 blaði fyrir 17. janúar 2025 og þær merktar:
Mjólkursamsalan, Teiknisamkeppni, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík
Athugið að myndum er ekki skilað til baka að keppni lokinni.

Úrslit 2023-2024
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tók þátt í valinu á verðlaunamyndunum líkt og undanfarin ár og hafði hann sérstaklega orð á því hve gaman væri að sjá vinnuna og metnaðinn sem nemendur leggja í myndir sínar.
Yfir 1.200 myndir bárust í keppnina frá 70 skólum um land allt og var einkar ánægjulegt að sjá nýja skóla bætast á lista yfir þátttakendur. Eftir mikið og krefjandi starf dómnefndar voru að lokum tíu verðlaunamyndir valdar og skólastjórnendum í viðkomandi skólum færð gleðitíðindin. Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni. Verðlaunaféð rennur óskipt í bekkjarsjóð teiknaranna og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði við umsjónakennara og skólastjórnendur.


Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2023-2024

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2023-2024

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2023-2024

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2023-2024

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2023-2024

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2023-2024

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2023-2024

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2023-2024

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2023-2024

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2023-2024

Úrslit 2022-2023
Úrslit í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema liggja nú fyrir og tók Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, þátt í vali á verðlaunamyndum í samkeppninni sem hófst sl. haust í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt en þessi skemmtilega teiknisamkeppni hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda, kennara og skólastjórnenda í áraraðir og eru allir sem hlut eiga að máli sammála um að keppnin sé bæði góð hvatning fyrir nemendur og skemmtileg leið til að brjóta upp hefðbundið skólastarf.
Rúmlega 1.200 myndir bárust í keppnina frá 60 skólum um land allt og að lokum voru tíu verðlaunamyndir valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendur í viðkomandi skólum fengið gleðifréttirnar. Verðlaunahöfum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá MS, sem rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi, og geta nemendur þannig nýtt upphæðina til að gera sér smá dagamun í samvinnu og samráði við umsjónakennara.


Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2022-2023

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2022-2023

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2022-2023

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2022-2023

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2022-2023

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2022-2023

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2022-2023

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2022-2023

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2022-2023

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2022-2023
Láttu ljós þitt skína

Úrslit 2021-2022
Nú liggja þau loksins fyrir, úrslitin í teiknisamkeppni 4. bekkinga fyrir skólaárið 2021-2022 en um er að ræða árlega teiknisamkeppni sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tók þátt í vali á verðlaunamyndunum og þótti honum mikið til myndanna koma og átti vart til orð yfir hæfileikum og hugmyndaflugi nemendanna.
Rétt tæplega 1.300 myndir bárust í keppnina að þessu sinni frá 51 skóla víðsvegar um landið og er óhætt að segja að úrslitanna hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda til mikils að vinna fyrir nemendur. Tíu myndir hafa nú verið valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendur í viðkomandi skólum verið færðar gleðifréttirnar. Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá MS.
Verðlaunamyndirnar í ár eru eins ólíkar og þær eru margar en eiga það sameiginlegt að á þeim öllum má sjá kú eða vísun í kýr, en kýr og mjólkurfernur eru án efa vinsælustu viðfangsefni nemenda þó myndefnið sé frjálst.


Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2021-2022

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2021-2022

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2021-2022

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2021-2022

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2021-2022

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2021-2022

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2021-2022

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2021-2022

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2021-2022

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2021-2022

Þátttökumet í teiknisamkeppni 2020-2021
Tæplega 2.000 myndir bárust í keppnina í ár frá 89 skólum og ljóst að öll fyrri þátttökumet hafa verið slegin en að jafnaði hafa innsendar myndir verið um 1.000-1.500 talsins. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendur í viðkomandi skólum verið færð gleðitíðindin. Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá MS.


Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2020-2021

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2020-2021

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2020-2021
Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2020-2021

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2020-2021

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2020-2021

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2020-2021

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2020-2021

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2020-2021

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2020-2021
Virkjaðu ímyndunaraflið

Úrslit 2019-2020
Nú liggja fyrir úrslit í teiknisamkeppni 4. bekkinga en um er ræða keppni sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók þátt í valinu á verðlaunamyndunum og var einstaklega stolt af sköpunarkrafti og hugmyndaflugi nemendanna og sagði keppni sem þessa vera mikilvæga og hvetjandi fyrir bæði nemendur og kennara.
Metþátttaka var í keppninni þetta skólaárið en rúmlega 1.500 myndir bárust frá 62 skólum alls staðar að af landinu. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendur í viðkomandi skólum verið færð gleðitíðindin. Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni. Verðlaunaféð rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði við umsjónakennara og skólastjórnendur.


Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2019-2020

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2019-2020

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2019-2020

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2019-2020

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2019-2020

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2019-2020

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2019-2020

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2019-2020

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2019-2020

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2019-2020
Taktu þátt í teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins

Úrslit 2018-2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók á dögunum þátt í vali á verðlaunamyndum í teiknisamkeppni 4. bekkinga sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert. Líkt og undanfarin ár var þátttakan í keppninni einstaklega góð en rúmlega 1.400 myndir bárust frá 70 skólum alls staðar að af landinu. Tólf myndir frá tíu skólum voru valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendur í viðkomandi skólum fengið gleðifréttirnar. Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni, sem rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi. Nemendur viðkomandi bekkjar eða árgangs geta svo nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag og efla liðsheild í samvinnu og samráði við umsjónarkennara.


Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2018-2019

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2018-2019

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2018-2019

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2018-2019

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2018-2019

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2018-2019

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2018-2019

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2018-2019

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2018-2019

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2018-2019

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2018-2019

Verðlaunamynd í teiknisamkeppni 4. bekkjar skólaárið 2018-2019