Hollusta mjólkurvara
Mjólk er eitt næringarríkasta matvæli sem völ er á frá náttúrunnar hendi og inniheldur hún í ríkum mæli 14 af 18 mikilvægustu vítamínum og steinefnum sem líkaminn þarf á að halda.


Þitt er valið
Öll viljum við borða hollan og góðan mat. MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt. Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS. MS hefur unnið markvisst að því síðustu ár að minnka hlutfall viðbætts sykurs í afurðum sínum. Rúmlega 92% af allri mjólk sem kemur til MS fer í hreinar afurðir eða vörur án viðbætts sykurs.