Rík af mannauð um allt land
Hjá Mjólkursamsölunni starfar samheldinn hópur sem býr hvort tveggja yfir mikilli þekkingu og færni í sínu starfi. Alls eru starfsmenn fyrirtækisins tæplega 450 en starfsstöðvar fyrirtæksins eru á fimm stöðum á landinu: Reykjavík, Selfossi, Akureyri, Búðardal og Egilsstöðum.

Við þurfum fjölbreyttan hóp starfsfólks með hæfileika, menntun og reynslu á ýmsum sviðum því það þarf að sinna margskonar störfum til að koma mjólkurvörum á markað til dæmis; mjólkurfræðinga, sérfræðinga í gæðaeftirliti, bílstjóra, verkstæðis- og viðhaldsfólk, lagerstarfsfólk, sölufulltrúa, vörukynna, markaðsfólk, þjónustufulltrúa, verkafólk við framleiðslu og pökkun, skrifstofufólk og aðra sérfræðinga.
Erum við að leita að þér?


Vilt þú ganga til liðs við öflugan hóp starfsmanna Mjólkursamsölunnar og vinna í fjölbreyttu og skemmtilegu starfsumhverfi? Kannski erum við einmitt að leita að þér og viljum við því eindregið hvetja þig til að kanna hvort það séu laus störf í boði. Við tökum enn fremur vel á móti almennum umsóknum og hlökkum til að heyra frá þér.