Biðin er á enda og burrata er á leið í verslanir
Burrata hefur verið einn vinsælasti ostur á veitingahúsum landsins síðustu misseri og öðru hverju hefur þessi dásamlegi ostur fengist í verslunum. Frá því framleiðsla á íslenskum burrata hófst fyrir nokkrum árum síðan hefur eftirspurnin verið mun meiri en framleiðslugeta og því hafa færri fengið að njóta en við hefðum kosið. Burrata ostur er fersk mozzarellakúla fyllt með mildri rjómaostafyllingu og er óhætt að segja að hver einasta kúla sé sannkallað listaverk. Mikil vinna fylgir framleiðslu á þessum dásamlega osti sem hefur gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn.
Með góðri hjálp frá ítölskum ostameisturum og nýjustu tækni höfum við nú loksins náð góðum takti í framleiðslu á ostinum góða og geta matgæðingar landsins glaðst yfir því að burrata er kominn til að vera og verður áður en langt um líður í föstu vöruúrvali í ostakælum verslana.
Á gottimatinn.is er að finna nokkrar ljómandi góðar uppskriftir þar sem ferskur burrata er í aðalhlutverki sem við hvetjum ykkur eindregið til að prófa.