Beint í efni
En

Glæsileg gjafaaskja með Goðdalaostum

Í fyrsta sinn bjóðum við nú upp á glæsilega gjafaöskju með þremur Goðdalaostum; þeim Feyki, Gretti og Reyki en þeir eru skemmtilega ólíkir og einstaklega bragðgóðir. Í Feyki mætast kristallamyndun og sætukeimur á einstakan hátt, á meðan Grettir er mildur og flauelsmjúkur. Reykir sker sig svo úr með spennandi reykjarilm og kröftugu eftirbragði. Goðdalaþrennan er stórglæsileg tækifærisgjöf og hentar fullkomlega þegar gleðja á góða vini, sælkera og alvöru ostaunnendur.

Nánari upplýsingar fást hjá söludeild í síma 450-1111.