Beint í efni
En

Gleðileg ostajól

Jólaálfarnir leynast víða og þeir eru ekki bara á verkstæði jólasveinsins á Norðurpólnum heldur er þá einnig að finna í húsakynnum MS Reykjavík þar sem þeir útbúa ostakörfur fyrir hátíðarnar. Desember er sannkallaður jólaostamánuður en þá fjölgar tímabundið í starfsmannahópi MS þegar við fáum til liðs við okkur um 20 öfluga mennta- og háskólakrakka sem aðstoða okkur í þessari árlegu törn. MS býður nú sem fyrr upp á úrval ostakarfa til fyrirtækja og einstaklinga og óhætt að segja að ostakarfa sé gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda hátíðanna. Þetta árið hafa jólaálfar MS pakkað um 10.000 ostakörfum og því nokkuð ljóst að framundan er sannkölluð sælkerahátíð sem við vonum að viðskiptavinir okkar njóti einstaklega vel.

Gleðileg ostajól.