Glæsileg endurkoma hjá ostastráknum Gotta
Lagið um ostastrákinn Gotta hefur verið sönglað af af fólki á öllum aldri í áraraðir, enda grípandi lag og smellinn texti. Osturinn sjálfur er auðvitað sívinsæll hjá ungum sem öldnum. Okkur fannst kominn tími á að setja lagið í nýjan búning fyrir nýja tíma og fengum við til liðs við okkur hinn 10 ára gamla Úlf Dagsson til að syngja lagið í nýrri útsetningu.
„Ég var að æfa söng í Söngskóla Maríu Bjarkar og prófaði þá að syngja í stúdíói, en það hefur aldrei gerst fyrir mig áður að heyra mína eigin rödd í auglýsingu,“ segir hinn ungi og efnilegi Úlfur. „Ef þú færð tækifæri, segðu já við tækifærinu. Ekki vera að stressa þig yfir þessu, þetta verður bara gaman.“ Hress og kátur strákur. Eins og Gotti.
Gotti fæst eins og áður í bitum og sneiðum og smellpassar ofan á brauð og hrökkbrauð, á hamborgarann og í nestisboxið og ekki skemmir að syngja lagið með. Skoða nánar um Gotta hér.