
Grunnskólanemar láta ljós sitt skína í árlegri teiknisamkeppni
Úrslit í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema liggja nú fyrir en keppnin hófst sl. haust í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt og hefur samkeppnin notið mikilla vinsælda í skólasamfélaginu um áraraðir enda skemmtileg leið til að brjóta upp hefðbundið skólastarf og hvatning til listsköpunar meðal nemenda. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, nýr mennta- og barnamálaráðherra, tók í fyrsta skipti þátt í vali á verðlaunamyndum í teiknisamkeppninni og sem fyrrverandi kennari hafði hún einstaklega gaman af þessu litríka og skemmtilega verkefni.
Rúmlega 1.100 myndir bárust í keppnina frá 62 skólum um land allt og eins og alltaf er valið vandasamt enda myndirnar eins ólíkar og þær eru margar. Eftir mikla yfirlegu og krefjandi starf voru að lokum tíu myndir valdar sem vinna til verðlauna en hver mynd hlýtur 40.000 kr. peningagjöf frá MS sem rennur í bekkjarsjóð teiknaranna. „Við bíðum spennt eftir nýjum myndum á hverju ári og erum alltaf jafn ánægð að sjá hvað margir taka þátt,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri. „Hugmyndaflugið sem krakkarnir hafa er óþrjótandi og þó við sjáum ákveðin þemu ár frá ári er alltaf eitthvað nýtt og spennandi sem gleður augað og kemur okkur á óvart.“
Vinningshafar í teiknisamkeppninni skólaárið 2024-2025 eru:
- Anhelina Bobokal – Klébergsskóla
- Árni Þór Eyþórsson – Þelamerkurskóla
- Brimir Leó Eyland Hafsteinsson – Áslandsskóla
- Bríet María Baldursdóttir - Álftamýrarskóla
- Davíð Nick Dmitrijsson – Áslandsskóla
- Íris Harpa Helgadóttir - Vatnsendaskóla
- Jamie Mar Davidsson Oldfield – Melaskóla
- María Birta Guðmundsdóttir – Húnaskóla
- Snædís Embla Garðarsdóttir – Hrafnagilsskóla
- Stella Hansen - Brekkuskóla
Skólastjórnendum hafa verið færð gleðitíðindin og um leið og við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju viljum við þakka öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í ár og sendu okkur myndir.
Meðfylgjandi er mynd af dómnefndinni með vinningsmyndir ársins, en allar myndirnar má sjá hér fyrir neðan og á vef verkefnisins, ms.is/teiknisamkeppni

Gréta Björg Jakobsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Guðlín Ósk Bragadóttir og Steinunn Þórhallsdóttir, með verðlaunamyndirnar.

Anhelina Bobokal - Klébergsskóla

Árni Þór Eyþórsson - Þelamerkurskóla

Brimir Leó Eyland Hafsteinsson - Áslandsskóla

Bríet María Baldursdóttir - Álftamýrarskóla

Davíð Nick Dmitrijsson - Áslandsskóla

Íris Harpa Helgadóttir - Vatnsendaskóla

Jamie Mar Davidsson Oldfield - Melaskóla

María Birta Guðmundsdóttir - Húnaskóla

Snædís Embla Garðarsdóttir - Hrafnagilsskóla

Stella Hansen - Brekkuskóla