Beint í efni
En

Hækkun lágmarksverðs mjólkur

Í framhaldi af ákvörðun Verðlagsnefndar búvara um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverð á mjólkurvörum, sem birt er á vefsíðu Matvælaráðuneytisins, tekur nýr verðlisti Mjólkursamsölunnar gildi frá 1. desember næstkomandi.

Listaverð mjólkurvara breytist frá 0%-2,95%, en ýmsar vörur hækka ekkert að þessu sinni.

Verð hafði áður breyst um allt að 1,6% í janúarbyrjun og verðbreyting mjólkurvara á árinu því mun minni en verðbólga ársins.

Nýr verðlisti hefur verið birtur á ms.is og tekur eins og áður sagði gildi 1. desember.