Beint í efni
En

Hátíðarkveðja frá Mjólkursamsölunni

Nú árið senn á enda er og þá gefst okkur sem störfum hjá Mjólkursamsölunni tækifæri til að líta yfir farinn veg og rifja upp verkefni ársins sem er að líða. Við erum nú sem fyrr einstaklega þakklát íslenskum kúabændum, eigendum okkar, sem standa vaktina allan ársins hring, og viðskiptavinum sem eru okkur hvatning til góðra verka og taka fagnandi á móti fjölbreyttum vörunýjungum sem við setjum á markað á hverju ári.

Um leið og við sendum landsmönnum öllum okkar bestu hátíðarkveðjur viljum við nota tækifærið og nefna nokkrar af þeim nýjungum sem komu á markað á árinu 2024 sem hafa notið mikilla vinsælda frá fyrsta degi.

  • Næring+ með vanillubragði
  • Ab mjólk með vanillu
  • Kryddsmjör með saltflögum
  • Léttmál með karamellueplum
  • Marmari frá Ostakjallaranum
  • Rjómaostur með tómötum og basilíku
  • Ostakaka með karamellukurli
  • Gjafaaskja með Goðdalaostum
  • Ísey skyr Púff með eplum og kanil
  • Smámál með piparmyntusúkkulaði
  • Litli Dímon

Við hlökkum til að færa ykkur nýjar, bragðgóðar og spennandi vörur á komandi ári og vonum að viðtökur verði jafn góðar og áður.

Gleðileg matar- og samverujól.

Kveðja, starfsfólk Mjólkursamsölunnar