Hátíðarostur er kominn í verslanir
Hátíðarosturinn er einn af föstu punktunum í aðdraganda hátíðanna en hér er um að ræða bragðmeiri brauðost en margir eru vanir og hefur hann notið mikilla vinsælda fyrir jólin síðustu ár. Í ár fékk Hátíðarosturinn nýjar og hátíðlegri umbúðir og skiptum við bæði um filmu og límmiða til að gera þessum dásamlega osti hátt undir höfði.
Hátíðarostur er ostur sem ostaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara í aðdraganda jólanna en ostinn er bæði hægt að nota sem álegg á brauð og eins er upplagt að hafa hann með á ostabakka ásamt góðu kjötáleggi og þurrkuðum ávöxtum.