Hleðsla fæst nú loksins í 1l fernu
Íslenski próteindrykkurinn Hleðsla hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst á markað en drykkurinn inniheldur hágæða prótein úr íslenskri mjólk. Fyrir tveimur árum buðum við neytendum upp á kolvetnaskerta Hleðslu í 1l umbúðum og er óhætt að segja að viðtökurnar hafi farið langt fram úr væntingum og fyrirspurnum um hefðbundna Hleðslu í samskonar umbúðum rigndi yfir okkur. Nú höfum við loksins svarað kalli viðskiptavina okkar og bjóðum upp á Hleðslu, þessa rauðu, í 1l fernu en stærri umbúðirnar henta sérstaklega vel heima við hvort sem þú kýst Hleðsluna eina sér, út í kaffi, boost og hafragraut, með uppáhalds morgunkorninu þínu eða hverju því sem fólki dettur í hug.
Prófaðu þig áfram með þessar próteinríku Hleðsluuppskriftir:
Hleðslugrautur
- 200 ml Hleðsla
- 1 dl haframjöl
- 1 dl chia fræ
- 1 dl grísk jógúrt
Blanda saman og láta standa í smá stund.
Hleðslu pönnukökur
- 150 ml Hleðsla
- 1 stk banani
- 1 stk egg
- 1 dl haframjöl
Blanda saman hráefnunum, steikja og njóta með bestu lyst.
Hleðslu boozt
- 250 ml Hleðsla
- 1/2 banani
- 2 msk haframjöl
- 1 msk hnetusmjör
- Klakar
Allt sett í blandara og hrært vel saman.