Beint í efni
En

Hleðsluhlaupið 29. ágúst

Hleðsluhlaupið verður haldið fimmtudaginn 29. ágúst við Víkina í Fossvogi en hlaupið hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem eitt af skemmtilegustu götuhlaupum landsins og var m.a. valið götuhlaup ársins 2022. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 5 km og 10 km og hefst hlaupið kl 19:00 við Víkina í Fossvogi þar sem þátttakendur geta valið á milli þess að hlaupa 5 eða 10 km. Báðar vegalengdir eru löglega mældar og viðurkenndar af Frjálsíþróttasambandi Íslands en hlaupaleiðin er hringur í Fossvogsdalnum.

Í fyrsta sinn verða vegleg peningaverðlaun veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í karla - og kvennaflokki í báðum vegalengdum þar sem 1. sæti hlýtur 50.000 kr., 2. sæti 40.000 kr. og 3. sæti 30.000 kr. Einnig verða veitt verðlaun fyrir fyrsta sæti í hverjum aldursflokki í báðum vegalengdum, dreginn út fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna og eins og alltaf er boðið upp á veglegt kökuhlaðborð að hlaupi loknu.

Skráning er hafin á netskraning.is