Beint í efni
En

Hleðsluhlaupið kosið götuhlaup ársins 2024

Á hverju ári stendur hlaup.is fyrir kosningu á götu- og utanvegahlaupum ársins en öll hlaup sem birta úrslitin á hlaup.is eru sjálfkrafa þátttakendur í keppninni. Við erum stolt að segja frá því að Hleðsluhlaupið hlaut titilinn götuhlaup ársins 2024 og voru úrslitin tilkynnt nú á dögunum. Kjósendur gefa hverju hlaupi sem þeir tóku þátt í árinu eina heildareinkunn og einstökum þáttum þess líka en þá er horft til umgjarðar og skipulagningar, hlaupaleiðar, brautarvörslu og -merkinga, drykkjarstöðva, og veitinga og verðlauna að hlaupi loknu. Heildareinkunn Hleðsluhlaupsins var 4,78 af 5 mögulegum og munum við kappkosta við að halda áfram á sömu braut og skapa góðar og gleðilegar stundir með hlaupasamfélagi landsins.

Hleðsluhlaupið er haldið í miklu og góðu samstarfi við Almenningsdeild Víkings og á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa Víkings, þau Maríu Helen Eiðsdóttur og Birgi Valdimarsson, taka á móti viðurkenningunni frá hlaup.is