Í Ostóber er tími til að njóta osta
Sjötta árið í röð heldur Mjólkursamsalan októbermánuð hátíðlegan undir yfirskriftinni Ostóber – tími til að njóta osta þar sem gæðum og fjölbreytileika íslenskra osta er fagnað og landsmenn eru hvattir til borða sína uppáhaldsosta, smakka nýja og prófa sig áfram með ostana í matargerð. Það er óhætt að segja að Ostóber hafi fest sig í sessi enda fullkominn tími til hafa það huggulegt heima og njóta osta með fjölskyldu og vinum.
Í Ostóber kynnir MS til leiks fjölbreyttar nýjungar þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, enda nýjungarnar eins ólíkar og þær eru margar. Ostakaka með karamellukurli, rjómaostur með tómötum og basilíku og tvíliti cheddar osturinn Marmari eru þrjár ólíkar og spennandi nýjungar sem koma í verslanir í tilefni Ostóber og til viðbótar var ákveðið að setja aftur á markað þrjá Ostóberosta sem landsmenn fengu að kynnast á síðasta ári og því munu eflaust margir taka því fagnandi að Hektor með jalapeno, Dala Auður með chili og Stout gráðaostur eru allir á leið í verslanir í október.
Gott í matinn – uppskriftir og lukkuleikur
Á vefsíðunni gottimatinn.is er að finna stórt og mikið safn uppskrifta þar sem íslenskir ostar koma við sögu. Hvort sem það eru tillögur að ómótstæðilegum ostabökkum, ljúffengum fjölskylduréttum eða ýmiss konar bakstri þá nokkuð víst að þar munu matgæðingar finna eitthvað við sitt hæfi sem og slumparar og hamfarakokkar. Við munum bæta við spenndi ostauppskriftum í safnið allan mánuðinn svo það er um að gera að fylgjast vel með.
Við bregðum líka á leik í tilefni Ostóber og efnum til lukkuleiks þar sem skráðir meðlimir í netklúbbi Gott í matinn geta átt von á veglegum vinningum í mánuðinum en einn heppinn félagi hlýtur pizzaofn og ostakörfu og fimm til viðbótar ostakörfur. Það er leikur einn að skrá sig í netklúbbinn á gottimatinn.is og því fylgja engar kvaðir eða kostnaður.
Gerum vel við okkur í Ostóber því nú er tími til að njóta osta. 🧀