Ísey skyr vanilla í stærri umbúðum
Ísey skyr með vanillu hefur í mörg ár verið ein vinsælasta skyrtegund landsins enda bæði bragðgott og próteinríkt skyr og stútfullt af næringarefnum. Neysluvenjur landsmanna eru alltaf að breytast og kjósa sífellt fleiri stærri umbúðir fyrir bæði heimili og vinnustaði. Ísey skyr hefur svarað kalli neytenda og býður nú upp á Ísey skyr með vanillu í 1 kg fötu sem hentar vel í booztið, skyrskálina, skyrkökuna, eftirrétt nú eða bara eitt og sér fyrir þau sem eru ekkert að flækja málin.