
KEA skyr hrærir upp í hlutunum með nýrri bragðtegund
Skyræði Íslendinga ætlar engan endi að taka og þar sem við erum með eindæmum nýjungagjörn höfum við sérstaklega gaman af því að setja nýjar bragðtegundir á markað. KEA skyr býður nú upp á þriðju bragðtegundina af tveggja laga skyri þar sem hreint og silkimjúkt skyrið liggur ofan á bragðgóðum ávöxtum í botni dósarinnar. Nýja skyrið er með skógarberjum í botni og óhætt að segja að það sé fullkomið fyrir þá sem vilja hræra aðeins upp í hlutunum og prófa eitthvað nýtt. Viðbættum sykri er sem fyrr haldið í lágmarki en í hverjum 100 g eru einungis 4 g viðbættur sykur. Þá er nýja skyrið jafnframt laktósalaust eins og annað KEA skyr. Miðað við vinsældir tveggja laga KEA skyrs með mangó í botni og jarðarberjum í botni vonum við að landsmenn muni taka þessari viðbót fagnandi og drífi sig út í búð til að smakka.