Beint í efni
En

Kryddaðu tilveruna með kryddsmjöri frá MS

Við bíðum spennt eftir hækkandi sól og tökum fagnandi á móti grillsumrinu með áhugaverðri nýjung í kryddsmjörslínuna frá MS en kryddsmjörið er þetta litla extra sem gerir góðan grillmat að hreinu lostæti. Kryddsmjör með saltflögum er nýjasta viðbótin í vörulínunni og óhætt að segja að þar sé komið sannkallað sælkerasmjör sem smellpassar í bökuðu kartöfluna, á kjötið, fiskinn og grænmetið. Samhliða langþráðri nýjung var frískað upp á útlit umbúðanna og hafa neytendur nú val um þrjár tegundir til að töfra fram rétta bragðið hverju sinni en til viðbótar við kryddsmjör með saltflögum bjóðum við upp á kryddsmjör með hvítlaukskryddi og kryddsmjör með blönduðum kryddjurtum. Gerðu vel við þig og þína og kryddaðu tilveruna á einfaldan hátt með bragðgóðu kryddsmjöri frá MS.

Uppskrift að Ribeye og stökkum ostakartöflum með kryddsmjöri

Uppskrift að Ofureinföldu spagettí oghvítlauksostabrauði