Litli Dímon úr Dölunum er mættur á svæðið
Það þekkja margir ostaunnendur Stóra Dímon, virðulega Dalaostaherrann í viðaröskjunni, enda gefur vel valið hlutfall milli hvít- og blámyglu honum bæði einkennandi útlit og einstakt bragð. Nú hefur bróðir hans litið dagsins ljós og er gaman að segja frá því að Litli Dímon er mættur á svæðið. Litli Dímon býr yfir sömu eiginleikum og bróðir hans en er eins og nafnið gefur til kynna minni og hentar því vel með öðrum ostum á ostabakka og parast einstaklega vel með hvers kyns kjötmeti og bragðmiklu meðlæti.
Nældu þér í Litla Dímon í næstu verslun og gæddu þér á litlum og einstaklega góðum osti við fyrsta tækifæri.