Mjólk er góð fyrir tennur og bein
Í tilefni tannverndarvikunnar viljum við nota tækifærið og benda á að bæði Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands hvetja fólk til að drekka frekar vatn eða mjólk í stað súrra drykkja á borð við gos- og orkudrykki til að varðveita viðkvæman glerung tannanna og draga úr líkum á glerungseyðingu. D-vítamínbætt mjólk inniheldur kalk, fosfór og D-vítamín sem allt eru nauðsynleg efni fyrir viðhald og vöxt beina og tanna.
Frekari upplýsingar um glerungseyðingu og tannvernd má finna á vefjum og Mjólkursamsölunnar