
Mjólkin gefur styrk - styrktarsjóður
Nú höfum við opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóðinn Mjólkin gefur styrk. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2025 og tilkynnt verður um styrkveitingar 2. apríl 2025.
Markmið sjóðsins er að veita íþróttafólki fjárstyrki vegna æfinga og/eða keppni og styðja þannig við bakið á þeim og auðvelda þeim að stunda íþrótt sína.
Í fyrstu úthlutun 2025 verður 2,5 milljónum króna úthlutað til 10 einstaklinga 18 ára og eldri og fær hver styrkþegi 250.000 kr. í sinn hlut.
Umsóknir um styrki:
Einstaklingar, 18 ára og eldri, sem stunda keppnisíþrótt/-ir viðurkenndar af ÍSÍ geta sótt um styrk en ekki íþróttafélög eða deildir innan íþróttafélaga.
Umsóknir skulu sendar á rafrænu formi á netfangið: styrkur@ms.is
Með umsóknum skal fylgja:
- Kynning á íþróttamanni/konu ásamt mynd
- Æfingaáætlun og fyrirhuguð þátttaka í keppnum eða öðrum verkefnum
- Frekari upplýsingar um árangur
- Markmið íþróttamanns/konu
Við úthlutun styrkja verður ekki einungs horft til fyrri árangurs heldur er markmiðið að styrkja fjölbreyttan hóp íþróttafólks með ólíkan bakgrunn, markmið og framtíðarsýn.
Í úthlutunarnefnd sitja starfsmenn Mjólkursamsölunnar og fulltrúar frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, ÍSÍ.
Opið er fyrir umsóknir frá 1.-28. febrúar 2025 og tilkynnt verður um styrkveitingar miðvikudaginn 2. apríl 2025.