Beint í efni
En

Mjólkin gefur styrk úthlutar 2,5 milljónum til 10 íþróttamanna

Styrktarsjóðurinn var settur á laggirnar í upphafi árs 2025 með því markmiði að veita íþrótta- og afreksfólki fjárstyrki vegna æfinga og/eða keppnisferða. Opið var fyrir umsóknir frá 1.-28. febrúar og gátu einstaklingar, 18 ára og eldri, sem stunda keppnisíþróttir viðurkenndar af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, sótt um styrk. Rúmlega 120 umsóknir bárust frá stórum og fjölbreyttum hópi íþróttafólks og óhætt að segja að dómnefndar hafi beðið vandasamt verk að fara yfir umsóknir.

Í þessari fyrstu úthlutun sjóðsins, fyrir árið 2025, er 2,5 milljónum úthlutað til 10 einstaklinga og fær hver styrkþegi 250.000 kr. í sinn hlut. „Það er greinilega mikil þörf á styrkjum sem þessum og við sjáum það vel á umsóknunum sem okkur bárust að afreksíþróttum fylgja mikil útgjöld í tengslum við æfingar, búnað, ferðalög og fleira,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri hjá MS. „Það er okkur í MS mikils virði að geta lagt íþróttafólki landsins lið með þessum hætti en við nutum liðsinnis ÍSÍ við val á styrkþegum og færum þeim bestu þakkir fyrir hjálpina.“

Mjólkin gefur styrk – styrkþegar 2025

Andrea Kolbeinsdóttir - hlaup

Baldvin Þór Magnússon - hlaup

Birnir Freyr Háldfánarson - sund

Eygló Fanndal Sturludóttir - ólympískar lyftingar

Hildur Maja Guðmundsdóttir - áhaldafimleikar

Hlynur Bergsson - golf

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir - taekwondo

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi - dans

Skarphéðinn Hjaltason - júdó

Sóley Margrét Jónsdóttir - kraftlyftingar

Um leið og við óskum hópnum innilega til hamingju viljum við þakka þeim fjölmörgu sem sendu inn umsókn og óskum þeim góðs gengis með komandi verkefni.