MS sendir kokkalandsliðinu góðar kveðjur
Íslenska kokkalandsliðið keppir um helgina á Ólympíuleikunum í matreiðslu en keppnin fer fram í Stuttgart í Þýskalandi. Íslenska kokkalandsliðið hefur æft stíft undanfarna mánuði í tengslum við keppnina og stefnir á verðlaunapall. Ólympíuleikarnir verða settir 3. febrúar og mun hópurinn okkar keppa í tveimur greinum. Fyrri keppnisgreinin er „Chef‘s table“, 11 rétta matseðill fyrir 12 manns og í hinni síðari þarf að afgreiða þriggja rétta matseðil fyrir 110 manns.
Mjólkursamsalan er stoltur bakhjarl Íslenska kokkalandsliðið en MS hefur stutt þétt við bakið á liðinu undanfarin ár. Við erum einstaklega stolt af öllu því hæfileikaríka matreiðslufólki sem skipar liðið og sendum hópnum okkar allra bestu kveðjur.
Áfram Ísland.
Hér fyrir ofan gefur að líta brot af því sem Íslenska kokkalandsliðið mun reiða fram á Ólympíuleikunum.