Beint í efni
En

Næring+ fæst nú með vanillubragði

Næring+ með vanillubragði er nýjasta viðbótin hjá MS en um er að ræða þriðju bragðtegundina af þessum orku- og próteinríka drykk sem hentar þeim sem þurfa að þyngjast eða sporna við þyngdartapi.

Næring+ getur meðal annars hentað eldra fólki, en með aldrinum minnkar oft matarlystin þó að þörf fyrir orku, prótein, vítamín og steinefni sé enn til staðar. Til að fyrirbyggja vöðvarýrnun og þyngdartap hjá eldra fólki er mikilvægt að það neyti orku og próteina í ríkum mæli. Næring+ er góður valkostur til að hjálpa við að tryggja næga orkuinntöku og uppfylla próteinþörf og þá er búið er að kljúfa allan mjólkursykur (laktósa) í drykknum svo hann ætti að henta öllum sem hafa laktósaóþol. Næring+ er enn fremur vítamínbættur og inniheldur m.a. kalk, D-vítamín og B12-vítamín.

Best er að nota Næringu+ milli mála og gæta jafnframt að því að fá reglulegar máltíðir.