Beint í efni
En

Óskajógúrt - minna plast með nýjum dósum

Mjólkursamsalan hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að draga úr plastnotkun þar sem unnt er án þess að það komi niður á geymsluþoli varanna, en megintilgangur umbúðanna er að vernda og tryggja gæði matvælanna.

Nýjar dósir undir Óskajógúrt eru nú komnar á markað en dósirnar eru minni en þær gömlu og innihalda nú 150 g af jógúrt í stað 180 g áður. Plastið í nýju dósunum er þynnra en í þeim gömlu og utan um hverja dós er þunnur pappahólkur til styrkingar sem auðvelt er að rífa af fyrir endurvinnsluflokkun.

Þar sem nýju dósirnar eru minni er rétt að taka fram að stykkjaverð lækkar úr 156 kr. án vsk. í 132 kr. án vsk. en hver bragðtegund er seld í 6 stk. pakkningu frá MS.