Beint í efni
En

Ostaþrenna úr Dölunum fær nýtt útlit

Nú er bragðgóða þrenningin úr Dölunum komin í léttari og bjartari búning en nýjar umbúðir fyrir Dala ostaþrennu eru á leið í verslanir í lok febrúar. Ljótur, Dala Auður og Kastali eru hér saman í handhægri og fallegri öskju sem hentar vel til að njóta heima við eða sem tækifærigjöf til vina og vandamanna við hin ýmsu tilefni.

Við vonum að ný og falleg hönnun veki athygli í verslunum og fangi augu viðskiptavina nú þegar við segjum skilið við svörtu öskjuna.