Rjómaostur með tómötum og basilíku
Rjómaostar eru í miklu uppáhaldi hjá stórum hópi landsmanna, hvort sem er í matargerð, á beyglur og brauð nú eða á ostabakkann. Það munu því eflaust margir gleðjast í næstu búðarferð því í tilefni Ostóber er kominn á markað nýr bragðbættur rjómaostur frá MS með tómötum og basilíku.
Nýi rjómaosturinn er mjúkur og bragðgóður og smellpassar í súpur og sósur, á pizzur og í pastarétti, í ofnbakaða rétti á borð við brauð- og fiskrétti, sem ídýfa með niðurskornu grænmeti og nachos flögum eða beint ofan á brauð og kex.
Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð er t.a.m. fullkominn vetrarréttur og óhætt að segja að nýi rjómaosturinn smellpassi við slíkt tilefni. Rétturinn er frábær hversdagsmatur en ekki síðri fyrir matarboð og veislur því hér er á ferðinni huggulegheitamatur sem lætur fólki líða vel.
Veldu þitt rjómaosta tilefni og prófaðu þessa bragðgóðu nýjung við fyrsta tækifæri.