Beint í efni
En

Starfsfólk MS safnaði áheitum fyrir 9 góðgerðafélög

Mjólkursamsalan lagði sitt af mörkum í áheitasöfnuninni fyrir Reykjavíkurmaraþonið og hét á þá starfsmenn fyrirtækisins sem tóku þátt í hlaupinu að morgni 24. ágúst. Hver starfsmaður sem hljóp fékk 22.000 kr. áheit til handa góðgerðafélagi að eigin vali, óháð vegalengd sem hlaupin eða gengin var.

13 starfsmenn skráðu sig til leiks og styrkti MS níu góðgerðarfélög um samtals 286.000 kr. Félögin sem starfsmenn okkar hlupu fyrir að þessu sinni voru Minningarsjóður Egils Hrafns, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings, Neistinn - styrktarfélag hjartveikra barna, Ljósið – endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, Brakkasamtökin, Bumbuloní góðgerðarfélag og ME félag Íslands.

Við erum stolt af okkar fólki og sendum öllum hlaupurum og góðgerðarfélögum góðar kveðjur í tilefni dagsins.