Beint í efni
En

Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið

Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið

Loksins, loksins höfum við svarað kalli neytenda og bjóðum nú upp á mjúkan og mildan Sveitabita í litlum bita til viðbótar við þann stóra. Sveitabiti er sígildur og bragðgóður brauðostur sem á rætur að rekja til Sauðárkróks þar sem hann hefur verið framleiddur í rúm 20 ár.

Upphaflega var osturinn eingöngu seldur bændum í sveitunum í kring og er nafnið þannig tilkomið. Orðspor ostsins barst hratt út og eftir nokkurra ára sölu í Kaupfélagi Skagfirðinga, á Siglufirði og í Húnavatnssýslum varð osturinn aðgengilegur öllum landsmönnum og hefur verið allar götur síðar.

Sveitabiti er mjúkur, mildur og meiriháttar góður ostur og fæst nú í litlum 460 g bita og áfram í stórum 1,2 kg bita svo lítil heimili jafnt sem stór ættu að geta notið þessa ljúffenga osts sem hentar vel sem álegg á hvers kyns brauðmeti, sem millimál eða í matargerð.