
Tilboð á ferskum Mozzarella osti
Ferskur rjómakenndur Mozzarella er framleiddur í Skagafirðinum úr hreinni íslenskri kúamjólk. Framleiðsluhefðin á rætur að rekja til Ítalíu og með góðri hjálp frá ítölskum ostameisturum og nýjustu tækni getum við boðið upp á íslenskan mozzarella sem ostaunnendur og matgæðingar landsins ættu ekki að láta framhjá sér fara.
Nú býður Mjólkursamsalan 20% afslátt af öllum ferskum Mozzarella út ágúst.