Uppskriftakeppni Gott í matinn og Bylgjunnar
Dagana 6.-17. maí fór fram uppskriftakeppni Gott í matinn og Bylgjunnar og er gaman að segja frá því að hátt í fimmtíu uppskriftir bárust dómnefnd sem átti úr vöndu að velja. Senda mátti inn hvers konar uppskrift, köku-, brauð- eða mataruppskrift en eina skilyrði fyrir þátttöku var að uppskriftin innihéldi vöru frá MS.
Sumarlegur hindberjadraumur Marthe Sördal með marsípani og súkkulaðitvisti bræddi að lokum bragðlauka dómnefndar og hlaut hún glæsilega gjafakörfu frá Gott í matinn og veglegan pizzaofn í verðlaun. Fimm uppskriftir til viðbótar voru verðlaunaðar með gjafakörfum frá Gott í matinn og óhætt að segja að þær hafi vakið mikla lukku hjá vinningshöfum.
Verðlaunauppskriftin að hindberjadraumi Marthe er komin á gottimatinn.is og bindum við vonir við að birta hinar fimm á næstu misserum.
Hindberjadraumur með marsípani og súkkulaðitvisti
Aukaverðlaun hlutu:
- Berglind Robertson Grétarsdóttir fyrir Lasagne
- Elísabet Ósk Sigurðarsdóttir fyrir Salsa fisk með nachos og melónusalati
- Hrafnhildur Einarsdóttir fyrir Beikon brauðrétt
- Kjartan Þór Kjartansson fyrir brauðtertu Múlans
- Sigurlaug Gísladóttir fyrir Tagliatelle kjúklingarétt Laugu