Beint í efni
En

Valur er Mjólkurbikarmeistari kvenna

Valur og Breiðablik léku til úrslita í Mjólkurbikar kvenna á Laugardalsvelli 16. ágúst en 43 ár eru síðan bikarkeppni kvenna KSÍ var haldin í fyrsta sinn árið 1981.

Valur og Breiðablik eiga langa sögu viðureigna og fyrir þennan úrslitaleik stóðu liðin jöfn þar sem hvort lið hafði unnið 67 leiki og skilið jöfn í 22 skipti. Að loknum var það Valur sem stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæran fótboltaleik og hlýtur því nafnbótina Mjólkurbikarmeistari kvenna 2024.

Mjólkurbikarinn er stærsta einstaka samfélagsverkefni MS og erum við einkar stolt af öllum þeim stóra hópi fólks sem kemur að verkefninu um allt land með einum eða öðrum hætti.

Mjólkin gefur styrk.