Beint í efni
En

Prótein

Styrkir vöðva og bein
Mjólk er góður próteingjafi. Prótein gegna mikilvægum hlutverkum í líkamanum, eins og vexti og viðhaldi vöðvamassa. Einnig eru prótein nauðsynleg fyrir vöxt og þroska beina hjá börnum og viðhaldi beina hjá fullorðnum.

Vöðvar líkamans eru a.m.k. 640 talsins og stærstur þeirra er stóri rassvöðvi (gluteus maximus). Prótein nýtast til að auka og viðhalda vöðvamassa og hjálpa okkur þannig að byggja upp styrk og auka almenna hreyfigetu líkamans.

Mjólk er ein næringarríkasta einstaka fæðutegundin sem völ er á. Mjólk er mikilvæg uppspretta próteina og 11 lífsnauðsynlegra vítamína og steinefna í fæðunni og má þar nefna kalk, joð, fosfór, B2- og B12-vítamín.

Kalk

Styrkir tennur og bein
Mjólk er eins og flestir vita góður kalkgjafi. Kalk er nauðsynlegt fyrir eðlilegan vöxt og viðhald beina og tanna. Það stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi, orkubúskap og flutningi taugaboði í líkamanum.

Í mannslíkamanum eru 206 bein en beinin eru lifandi vefur sem endurnýjar sig að fullu á nokkrum árum. Mjólk inniheldur fjölda efna sem eru mikilvæg fyrir bein barna og fullorðinna. Því meiri kalkforði sem kemur í beinin áður en fullum vexti er náð, þeim mun þéttari verða beinin og minni líkur á beinþynningu á efri árum.

Joð

Styrkir taugakerfi og vitsmunastarfsemi
Joð er mikilvægt fyrir orkubúskap líkamans, starfsemi taugakerfisins sem og vitsmunarstarfsemi. Þar að auki stuðlar joð að eðlilegu viðhaldi húðar.

Joðskortur hefur í gegnum tíðina verið algengur í heiminum, sérstaklega á svæðum fjarri sjó. Joð er einkun að finna í fiskmeti en á tímum minnkandi fiskneyslu er mjólk mikilvæg uppspretta joðs.

B+D vítamín

Styrkir orkubúskap líkamans
Í mjólk eru ýmis nauðsynleg vítamín á borð við B12 og B2 vítamín. B12 er lífsnauðsynlegt næringarefni sem nær eingöngu finnst náttúrulega í dýraafurðum. Það er mikilvægt fyrir orkubúskap líkamans og stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmis-ö og taugakerfisins sem og eðlilegri myndun rauðra blóðkorna.

B2 hefur margs konar mikilvæg hlutverk í líkamanum og stuðlar að eðlilegum orkubúskap líkamans og eðlilegri starfsemi taugakerfinsins. Einng stuðlar það að viðhaldi sjónar og getur hjálpað til við að draga úr þreytu.

Í D-vítamínbættu mjólkinni er svo auðvitað D-vítamín sem er hefur margvísleg jákvæð áhrif á líkamann, það er m.a. nauðsynlegt fyrir vöxt og þroska beina og eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins.

Mjólk í matargerð

Mjólk er ómissandi í bakstur og enn betri til að njóta með því sem bakað er. Það jafnast til að mynda fátt á við nýbakaðar smákökur eða rjómafylltar pönnukökur með glasi af ískaldri mjólk.

Vantar fjör í makrós?

Fjörmjólk freyðir einstaklega vel og hentar makrós matarræði fullkomlega

Skvetta

Mjólk er góð með nestinu... alla daga vikunnar.

Tengdar vörur