Beint í efni
En

Norðan heiða ostarnir eru mildir og ljúfir ostar sem henta vel sem álegg, millimál, í nesti og hvers konar matargerð.

Samlokuostur - hvunndagshetjan í hverju eldhúsi

Hvunndagshetjan í hverju eldhúsi er án efa Samlokuosturinn góði en hann smellpassar á grilluðu samlokuna sem er klassískur millibiti eftir skóla og vinnu. Samlokuosturinn er vinsæll á stærri heimilum og einnig hjá íþróttafélögum þar sem grillaðar samlokur eru toppurinn eftir góða æfingu.

Brauðostur - mjúkur, mildur og með þér við matarborðið

Brauðosturinn er mildur og bragðgóður ostur sem hefur fengið aðeins lengri þroskunartíma en Samlokuosturinn. Brauðosturinn smellpassar ofan á hvers konar brauðmeti, hrökkbrauð, flatkökur og tortillur og ekki skemmir þegar íslenskt grænmeti fylgir með.

Skólaostur - smellpassar í nestisboxið

Skólaostur er mildasti osturinn í Norðan heiða vörulínunni en ostinn er ýmist hægt að setja ofan á brauð eða skera niður í stangir eða litla bita. Hér er á ferðinni góður prótein- og kalkgjafi sem smellpassar í nestisboxið.

Klúbbsamlokur með beikoni, tómötum og hvítlaukssveppum

Ótrúlega bragðgóðar, mátulega djúsí og einfalt og fljótlegt að útbúa þær. Áleggið er að sjálfsögðu ekki há heilagt og um að gera að nýta það sem til er.

Tengdar vörur